„Þungu fargi af mér létt“

Brynjar Þór Björnsson
Brynjar Þór Björnsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það kom mjög áhugavert og spennandi tilboð á borðið sem lét mig hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði fjórfaldra Íslandsmeistara KR í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur eytt allri óvissu sem uppi hefur verið um framtíð hans.

„Ég verð áfram í Vesturbænum, markmiðið er að vinna titilinn fimmta árið í röð og það vegur þungt í þessari ákvörðun enda mikil áskorun,“ sagði Brynjar, en hann var samningslaus eftir síðasta tímabil og viðurkenndi að hafa verið tvístígandi um framhaldið. Sérstaklega var það vegna freistandi tilboðs frá öðru félagi hér heima, sem hann vildi þó ekki nefna.

„Það hefði verið mjög skemmtilegt að takast á við það verkefni, en maður er svo mikill KR-ingur að það hefði verið erfitt að slíta sig frá félaginu,“ sagði Brynjar Þór, sem skoraði 16 stig að meðaltali í leik með KR á síðasta tímabili þegar liðið vann þrefalt; deild, bikar og Íslandsmeistaratitilinn.

Nánar er rætt við Brynjar Þór í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert