Boris Becker lýsir yfir gjaldþroti

Boris Becker átti farsælan feril á tennisvellinum.
Boris Becker átti farsælan feril á tennisvellinum. AFP

Þýska tennisstjarnan Boris Becker hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann hefur unnið Wimbledon-mótið þrisvar og einnig unnið til verðlauna á Opna ástralska meistaramótinu og á því bandaríska.

Í frétt BBC kemur fram að hinn 49 ára gamli Becker hafi skuldað bankanum Arbuthnot Latham í tæp tvö ár og lýsti Becker yfir gjaldþroti eftir að í ljós kom að hann gæti að öllum líkindum ekki greitt hana.

Lögfræðingar Becker höfðu beðið um 28 daga frest til þess að greiða skuldina eftir að hafa greint frá því að í gangi væri endurfjármögnun á eign Becker í Mallorca og að öllum líkindum myndi hún klárast innan mánaðar.

Þeirri beiðni var þó hafnað og því var gjaldþroti Becker lýst yfir í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert