Vissi ekki að ég ætti þetta í mér

Matthildur Óskarsdóttir með bronsverðlaun sín í Minsk í gær.
Matthildur Óskarsdóttir með bronsverðlaun sín í Minsk í gær. Ljósmynd/Óskar Jónasson

„Þetta kom eiginlega allt á óvart. Þetta er mitt stærsta afrek hingað til og ég er mjög ánægð,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, kraftlyftingakonan unga, en hún vann til fernra bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum í gær.

HM fer að þessu sinni fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi og keppti Matthildur í -72 kg flokki, en hún er á lokaári sínu í aldursflokknum 17 ára og yngri. Í Finnlandi fyrir tveimur árum endaði hún í 7. sæti. Matthildur setti fjölmörg met í gær, en hún lyfti samtals 365 kg sem er nýtt Íslandsmet bæði í flokki U18 ára og U23 ára. Hún lyfti 130 kg í hnébeygju, 87,5 kg í bekkpressu og 147,5 kg í réttstöðulyftu.

„Það var alltaf planið að lyfta þessum þyngdum en í ljósi þess að ég fór í aðgerð á ökkla í fyrra, og byrjaði að æfa aftur fyrir átta mánuðum eftir tíu mánaða pásu, þá vissi ég ekki að ég ætti þetta í mér,“ segir Matthildur.

Viðtalið við Matthildi má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert