Hreinn sæmdur heiðurskrossi

Hreinn Halldórsson, Strandamaðurinn sterki.
Hreinn Halldórsson, Strandamaðurinn sterki. Ljósmynd/Emilía Björg Björnsdóttir

Hreinn Halldórsson, oft nefndur Strandamaðurinn sterki, var í gær sæmdur heiðurskrossi Frjálsíþróttasambands Íslands um leið og opnuð var sýning honum til heiðurs í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Sýningin er haldin vegna þess að nú eru 40 ár síðan Hreinn varð Evrópumeistari í kúluvarpi innanhúss í San Sebastian á Spáni. Það var hinn 13. mars 1977 sem hann kastaði 20,59 metra og bætti fyrra Íslandsmet sitt um 1,70 metra. Hann varð um leið þriðji Íslendingurinn sem hlaut Evrópumeistaratitil í frjálsum íþróttum.

Hreinn kastaði síðar kúlunni 21,09 metra og stóð það Íslandsmet í 13 ár. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins árin 1976, 1977 og 1979.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert