Gráðug og vildi meira

Fríða Sigurðardóttir var heiðruð fyrir sinn 100. landsleik.
Fríða Sigurðardóttir var heiðruð fyrir sinn 100. landsleik. Ljósmynd/CEV

Fríða Sigurðardóttir sló á dögunum landsleikjametið í blaki á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Hún er leikjahæsti Íslendingurinn með 109 A-landsleiki og bætir við metið í úrslitakeppni Evrópumóts smáþjóða sem hefst í Lúxemborg í dag.

„Þetta er geðveikt. Um tíma langaði mig að ná 100 A-landsleikjum en mikið vill meira og þegar ég hafði náð því fór ég að skoða hverjir höfðu náð fleiri leikjum. Þá varð ég gráðug og vildi meira,“ sagði Fríða og glotti þegar Morgunblaðið ræddi við hana.

Þrír Íslendingar hafa náð 100 A-landsleikjum í íþróttinni, en hinir eru Vignir Hlöðversson með 101 og Emil Gunnarsson með 106.

„Nú er ég búin að ná þessu en það tók mig tuttugu ár, sem er svolítið súrrealísk tilhugsun. Sem betur fer mun ég ekki halda þessu meti mjög lengi því núorðið spilum við miklu fleiri leiki en við gerðum. Áður voru um það bil fjórir leikir á ári en núna höfum við spilað fjórtán A-landsleiki á sextán dögum. Þetta hefur verið strembin törn en við erum með gott teymi í kringum okkur sem gerir gæfumuninn, fyrir svona gamalt hró eins og mig alla vega,“ sagði Fríða enn fremur, en landsliðið lék í forkeppni HM áður en haldið var á Smáþjóðaleikana.

Nánar er rætt við Fríðu í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert