Neskaupstaður og Borgarnes tryggja sér Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+. Liðsheildin í fyrirrúmi í blakinu.
Landsmót UMFÍ 50+. Liðsheildin í fyrirrúmi í blakinu. Ljósmynd/UMFÍ.
<span>Landsmót UMFÍ 50+ var sett við hátíðarlega athöfn í pakkfullu íþróttahúsi í Hveragerði í gær. Á mótið eru skráðir næstum 600 þátttakendur fimmtíu ára og eldri.<br/><br/></span>

Við setningu mótsins kepptu glæsileg lið í línudansi og sýndu frábæra takta á gólfinu. Fram kom hljómsveit og tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson, sem býr í bænum.

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, sagði frá því við setningu mótsins hvar næstu landsmót UMFÍ fyrir fólk yfir miðjum aldri aldri verði haldin. Á næsta ári verður mótið haldið á Sauðárkróki og verður það haldið samhliða Landsmóti UMFÍ sem margir þekkja.

Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki verður haldið 13.-15. júlí. Það verður með breyttu sniði og fleira í boði en áður hefur þekkst á landsmótum. Landsmót UMFÍ 50+ verður svo haldið í Neskaupstað sumarið 2019 en í Borgarnesi 2020.

Keppni hófst með boccía og ringó á mótinu í Hveragerði í gær, föstudaginn 23. júní.  Keppt verður í allan dag í fjölda greina. Þar á meðal keppir gríðarlegur fjöldi í bridds, strandblaki, sundi og fleiri greinum. Keppt verður í pönnukökubakstri sömuleiðis í dag. Mótinu lýkur á sunnudag með grein sem margir þekkja, það er stígvélakastinu.

Landsmót UMFÍ 50+. Mikið einbeiting í boccia.
Landsmót UMFÍ 50+. Mikið einbeiting í boccia. Ljósmynd/UMFÍ.
Magnús Þór Sigmundsson tók lagið.
Magnús Þór Sigmundsson tók lagið. Ljósmynd/UMFÍ.
Landsmót UMFÍ 50+
Landsmót UMFÍ 50+ Ljósmynd/UMFÍ.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert