Ísland tók gullið í Lúxemborg

Íslenska landsliðið í blaki.
Íslenska landsliðið í blaki. Ljósmynd/BSÍ

Ísland vann til gullverðlauna eftir sigur á Kýpur 3:1 í úrslitaleik á Evrópumóti smáþjóða í blaki kvenna sem fram fór í Lúxemborg í dag.

Ísland vann fyrsta settið 25:20 en Kýpur jafnaði metin í 1:1 með 25:15 sigri í öðru setti. Ísland vann næstu tvö sett, 25:19 og 25:21, og tryggði sér þar með sigurinn.

Stigahæst í íslenska liðinu var Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert