„Besti dagur lífs míns“

Matthildur í þættinum Magasínið á K100 í dag.
Matthildur í þættinum Magasínið á K100 í dag. Ljósmynd/K100

Kraftlyftingakonan unga, Matthildur Óskarsdóttir, kíkti við í Magasínið á K100 í dag en hún vann til fernra bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór í Hvíta-Rússlandi á dögunum.

Í viðtalinu lýsir hún aðstöðunni og umhverfinu í Hvíta-Rússlandi. Næsta móti sem Matthildur tekur þátt í er Norðurlandamótið sem haldið verður í Noregi í september.

„Þetta var besti dagur lífs mín og þetta var ótrúlega gaman,“ segir Matthildur meðal annars í viðtalinu en hlusta má á allt viðtalið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert