Sigurför til Lúxemborgar

Íslenska kvennalandsliðið í blaki leikur í riðlakeppni EM í fyrsta …
Íslenska kvennalandsliðið í blaki leikur í riðlakeppni EM í fyrsta sinn í sögunni. Ljósmynd/A&R Photos

Ísland vann til gullverðlauna með sigri á Kýpur, 3:1, í úrslitaleik á Evrópumóti smáþjóða í blaki kvenna sem fram fór í Lúxemborg og lauk í gær Íslenska liðið hóf keppni á tapi gegn Skotlandi en vann Færeyjar, Lúxemborg og Kýpur í næstu leikjum og stóð uppi sem sigurvegari.

Með sigrinum á mótinu tryggði íslenska landsliðið sér sæti riðlakeppni Evrópumeistaramóts landsliða í fyrsta sinn í sögunni sem gerir sigurinn í mótinu í Lúsemborg enn sætari.

Fall er fararheill

„Jú, það gekk mjög eftir erfiða byrjun. Við misstum einn af allra bestu leikmönnum okkar mjög óvænt í botnlangauppskurð. Það sló okkur svolítið út af laginu og það tók smá tíma að finna taktinn aftur,“ segir landsliðskonan þrautreynda Fríða Sigurðardóttir í samtali við Morgunblaðið. Elísabet Einarsdóttir, einn allra besti leikmaður liðsins, fékk sýkingu í botnlanga og gat ekki tekið þátt í mótinu um helgina.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert