Bolt hættur við að hætta á HM?

Usain Bolt ætlaði að láta HM verða sitt síðasta mót …
Usain Bolt ætlaði að láta HM verða sitt síðasta mót en hefur óvænt dregið í land með þá ákvörðun. AFP

Fljótasti maður sögunnar, Jamaíkumaðurinn Usain Bolt, hefur dregið í land varðandi fyrri yfirlýsingar sínar um að heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í London í ágúst verði hans síðasta mót á ferlinum.

Bolt, sem er þrítugur og áttfaldur ólympíumeistari, ætlar að hætta á þessu ári en hefur rætt við þjálfara sinn Glen Mills um hvort HM verði síðasta mótið:

„Við höfum ekki alveg ákveðið okkur enn varðandi það hvað við gerum. Ég ætla ekki að hugsa um þetta fyrr en á HM, eða að minnsta kosti rétt fyrir það mót,“ sagði Bolt.

Bolt tók hins vegar af allan vafa um það hvort hann myndi keppa í 200 metra hlaupi á HM: „Fólk heldur áfram að spyrja um þetta en svarið er nei.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert