Maldini lék á atvinnumóti í tennis

Paolo Maldini á mótinu í kvöld.
Paolo Maldini á mótinu í kvöld. AFP

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Paolo Maldini lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður í tennis í kvöld. Hann og félagi hans, Stefano Landonio, léku þá gegn Tomasz Bendarek og David Pel í tvíliðaleik á Aspria-mótinu í Mílanó. Maldini er 49 ára og Landonio 46 ára og áttu þeir kappar ekki mikinn möguleika í andstæðinga sína. Leikurinn endaði 6:1 og 6:1 fyrir þeim Bendarek og Pel. 

Maldini er algjör goðsögn í ítölskum fótbolta og spilaði hann 126 leiki fyrir ítalska landsliðið á sínum tíma ásamt því að leika 647 leiki fyrir AC Milan, eina félagið sem hann lék með á ferlinum. Hann hefur einbeitt sér að tennis á undanförnum árum og þrátt fyrir að vera tæplega fimmtugur náði hann að tryggja sér þátttökurétt á atvinnumóti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert