Aníta í öðru sæti á EM

Aníta Hinriksdóttir hafnaði í 2. sæti á EM í dag.
Aníta Hinriksdóttir hafnaði í 2. sæti á EM í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aníta Hinriksdóttir hafnaði í dag í 2. sæti í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 23 ára og yngri sem fram fer í Póllandi um þessar mundir. Aníta hljóp á 2.05,02 mínútum, sem er tæpum fimm sekúndum frá hennar besta tíma. 

Aníta hljóp fyrstu 400 metrana á 1.02,46 mínútu og var hún í efsta sæti þangað til í blálokin, þegar sú belgíska Renée Eykens tók fram úr henni. Aníta hljóp á 2.03,58 mín­út­um í undanriðlinum og hefði hún unnið hlaupið í dag á þeim tíma. 

Annað sæti á Evrópumóti er hins vegar glæsilegur árangur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert