Guðni Valur í úrslit á EM U23

Guðni Valur Guðnason kastar á Meistaramótin í frjálsum á síðasta …
Guðni Valur Guðnason kastar á Meistaramótin í frjálsum á síðasta ári.

Guðni Valur Guðnason úr ÍR kastaði 56,57 metra í A-hópi forkeppninnar í kringlukasti, en hann er staddur í Póllandi á EM í frjálsum íþróttum. Guðni Valur hafnaði í öðru sæti forkeppninnar, en til að komast beint í úrslit þurfa keppendur að kasta 57,50 metra. Ef færri en 12 ná þeim árangri komast þeir 12 áfram sem lengst kasta.

Því ríkti mikil spenna er hópurinn beið eftir úrslitum B-hópsins þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en að þeim loknum. Aðeins fjórir kastarar köstuðu yfir 57,50 metrana og og endaði Guðni Valur í sjötta sæti í heildina. Úrslitin fara fram á morgun kl. 12:30, en fyrirkomulag úrslitanna  er svo að kastararnir 12 fá allir þrjú köst en svo fá átta bestu þrjú köst að auki og kasta þá í öfugri röð miðað við niðurstöðuna eftir fyrstu þrjú köstin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert