Aníta í nám með hlaupinu

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta leggst vel í mig. Við förum í æfingabúðir í St. Moritz í Sviss og nú miðast allt við HM,“ sagði Aníta Hinriksdóttir við Morgunblaðið, en hún mun nú æfa af fullum krafti fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í London í næsta mánuði. Aníta mun jafnframt breyta svolítið til næsta vetur og stunda nám í Hollandi þar sem hún hefur verið búsett við æfingar frá því í haust og líkar þar vel.

„Ég kann alltaf betur og betur við mig. Ég var mest bara að reyna að ná tökum á hollenskunni, og með dönskugrunn gengur það alveg vel,“ sagði Aníta um síðasta vetur, en hún er þó alls ekki að gefa eftir í hlaupunum þó námið bætist við.

„Ég er svolítið að halda möguleikum opnum og mun sjá til hvað passar best með hlaupunum. Ég mun reyna að samtvinna þetta en ætla að velja það sem fellur best að hlaupunum,“ sagði Aníta Hinriksdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert