Guardiola orðlaus - United vann grannaslaginn

Paul Pogba í baráttu við Fernandinho.
Paul Pogba í baráttu við Fernandinho. AFP

Manchester United vann 2:0-sigur á Manchester City í fyrsta grannaslag liðanna sem fer fram fyrir utan landamæri Englands en leikurinn fór fram í Houston í Bandaríkjunum frammi fyrir rúmlega 67 þúsund áhorfendum.

Sjá frétt mbl.is: Lagleg afgreiðsla Lukaku 

Romelu Lukaku skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir Manchester United og Marcus Rashford skoraði hitt. Lukaku var á undan Ederson Moraes, markverði City í boltann, og Rashford skoraði eftir stoðsendingu frá Henrikh Mkhitaryan.

„Ég er mjög ánægður og er viss um að Pep [Guardiola] líður eins. Það mikilvægasta var að leikmennirnir fengu hágæðaæfingu,“ sagði José Mourinho eftir leikinn.

City var nálægt því að jafna er skot Fernandinho var naumlega varið af Sergio Romero í markinu. Stjóri City, Pep Guardiola var ánægður með hinn 17 ára gamla miðjumann, Phil Foden, sem var að leika sinn fyrsta leik.

„Ég á engin orð til þess að lýsa því sem ég sá,“ sagði Guardiola. „Frammistaða hans var var algerlega mögnuð. Hann elskar klúbbinn. Hann er aðdáandi City. Hann er gjöf,“ sagði Guardiola.

Romelu Lukaku fer framhjá Ederson Moraes markverði City í nótt.
Romelu Lukaku fer framhjá Ederson Moraes markverði City í nótt. AFP
José Mourinho horfir á sína menn í nótt.
José Mourinho horfir á sína menn í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert