Þriðji besti árangur Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði jöfn fleiri kylfingum í 45. sæti á Marathon Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi sem lauk í Ohio í gær.

Þetta er þriðji besti árangur Ólafíu á þessari mótaröð þeirra bestu, en hún fór mikinn á lokahringnum í gær.

Ólafía hafði leikið á einu höggi yfir pari á þriðja hring á laugardag eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn, en hún bætti sig um fimm högg á lokahringnum. Hún fékk fjóra fugla og einn skolla á fyrri níu holunum, bætti við skolla á þeim seinni en kláraði svo hringinn með því að fá tvo fugla í röð. Samtals spilaði hún því á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari sem jafnframt var lokastaða hennar. Hún segir að það hafi fyrst og fremst verið púttin sem skiluðu þessu í gær.

„Ég er búin að vera að spila vel, hef verið svolítið hársbreidd frá því í púttunum en í dag [í gær] þá féllu þau,“ sagði Ólafía sem jafnframt hafði breytt svolítið til í teighöggunum á hringnum.

„Ég var að nota driver-inn vel fyrsta daginn en svo datt hann svolítið út og ég hef verið að slá með 3-tré af teig síðan. Stutta spilið er mjög gott og ég þarf bara að fínpússa löngu höggin aðeins, með driver og 3-tré, og þá er þetta komið,“ sagði hún um það sem mætti betur fara í spilamennskunni.

Nánar er fjallað um Ólafíu Þórunni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert