Júlían brýtur blað í dag

Júlían J.K. Jóhannsson.
Júlían J.K. Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kraftlyftingaþórinn Júlían J.K. Jóhannsson verður í dag fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa í kraftlyftingum á Heimsleikunum, World Games, sem standa nú sem hæst í Wroclaw í Póllandi.

Júlían keppir í yfirþungavigt og mætir afar sterkum keppendum frá Bandaríkjunum, Kanada, Kasakstan, Póllandi, Tékklandi, Úkraínu og Þýskalandi. Meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn Blaine Summner sem hefur lengi verið einn fremsti kraftlyftingamaður heims.

Keppnin fer fram í glæsilegri tónleikahöll Pólverja í miðborg Wroclaw, en Heimsleikarnir eru ávallt haldnir á fjögurra ára fresti og í ár eru þar keppendur af 102 þjóðernum sem taka þátt í 27 íþróttagreinum. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert