Tímabilinu lokið hjá Djokovic

Novak Djokovic fær aðhlynningu á Wimbledon-mótinu.
Novak Djokovic fær aðhlynningu á Wimbledon-mótinu. AFP

Novak Djokovic, einn fremsti tenniskappi heims, mun ekki geta spilað meira á tímabilinu í ár vegna meiðsla í olnboga.

Serbinn þurfti að hætta leik í átta manna úrslitum Wimbledon-meistaramótsins fyrr í mánuðinum vegna meiðsla og mun ekki geta verið með á síðasta risamóti ársins í næsta mánuði; Opna bandaríska meistaramótinu.

„Ég hef ákveðið að spila ekki meira á árinu 2017. Wimbledon var sennilega erfiðasta mótið fyrir mig hvað varðar sársauka og það hefur bara versnað,“ sagði Djokovic, sem hefur ekki unnið risamót síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra.

Á milli janúar 2015 og júní 2016 vann Djokovic 17 af 22 úrslitaleikjum sínum á 24 mótum og virtist óstöðvandi í tennisheiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert