Arnar heldur starfi sínu hjá Lokeren

Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson

Hafnfirðingurinn Arnar Þór Viðarsson er ekki á förum frá Lokeren þótt Rúnari Kristinssyni hafi verið sagt upp störfum í gær. Arnar var aðstoðarþjálfari og mun samkvæmt heimildarmanni Morgunblaðsins í Belgíu halda starfi sínu.

Mun það hafa verið ákveðið á fundi með forseta félagsins í gærkvöld. Til stendur að halda blaðamannafund seinni partinn í dag þar sem Peter Maes, eftirmaður Rúnars, mun ræða við fjölmiðlafólk.

Gert er ráð fyrir því að á fundinum verði jafnframt tilkynnt að Arnar verði honum til halds og trausts. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði forseti félagsins áherslu á að Arnar yrði áfram hjá Lokeren en Arnar er fyrrverandi fyrirliði liðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert