Öruggur bandarískur sigur í boðhlaupi

Tori Bowie, Aaliyah Brown, Allyson Felix og Morolake Akinosun skipa …
Tori Bowie, Aaliyah Brown, Allyson Felix og Morolake Akinosun skipa boðhlaupssvetina sem varð heimsmeistari í 4x100 metra boðhlaupi í London í kvöld. AFP

Bandaríska sveitin varð nokkuð örugglega heimsmeistari í 4x100 metra boðhlaupi kvenna í London í kvöld. Breska sveitin kom önnur í mark og Jamaíka varð í þriðja sæti.

Tími bandarísku sveitarinnar var 41,82 sekúndur, en sveitin sem hljóp fyrir hönd Breta hljóp á tímanum 42,12 sekúndum og jamaíska sveitin skilaði sér þar á eftir yfir línuna á 42,19 sekúndum.

Bandaríkin á heimsmetið í 4x100 metra boðhlaupi, en bandaríska sveitin setti það heimsmet á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Bandaríkin bætti besta tímann á árinu 2017 í 4x100 metra boðhlaupi í hlaupinu í kvöld.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert