Pearson kom fyrst í mark

Sally Pearson fagnar heimsmeistaratitli sínum
Sally Pearson fagnar heimsmeistaratitli sínum AFP

Ástralski grindahlauparinn Sally Pearson varð rétt í þessu heimsmeistari í 100 metra grindahlaupi kvenna, en hún hljóp á tímanum 12,59 sekúndum. Heimsmeistaramótið fer fram í London að þessu sinni.  

Tími Pearson er töluvert frá heimsmeti hinni bandarísku Kendru Harrison, en heimsmet hennar í greininni er 12,20 sekúndur.

Það var svo hin bandaríska Dawn Harper Nelson sem varð í öðru sæti, en hún var fjórum sekúndubrotum á eftir Pearson á tímanum 12,63 sekúndum. Pamela Dutkiewicz hreppti svo bronsverðlaunin með því að hlaupa á tímanum 12,72 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert