14 ára tvöfaldur meistari

Sofia Sóley Jónasdóttir með bikarinn, Íslandsmeistari 2017 aðeins 14 ára
Sofia Sóley Jónasdóttir með bikarinn, Íslandsmeistari 2017 aðeins 14 ára Ljósmynd/Tennissamband.is

Rafn Kumar Bonifacius varð í gær Íslandsmeistari í einliðaleik í tennis utanhúss þriðja árið í röð. Rafn, sem einnig hefur orðið Íslandsmeistari innanhúss í þrígang, vann sigur á Birki Gunnarssyni í úrslitaleik í Laugardal í gær, 6:3 og 7:5, en Birkir var einnig andstæðingur Rafns þegar hann vann titlana í fyrra og hitteðfyrra. Birkir hafði orðið Íslandsmeistari árin þrjú á undan.

Í kvennaflokki var það Sofia Sóley Jónasdóttir sem fagnaði sigri en hún vann Heru Björk Brynjarsdóttur af nokkru öryggi í úrslitaleiknum, 6:1 og 6:3. Sofia er aðeins fjórtán ára gömul og einn yngsti Íslandsmeistari í tennis frá upphafi.

Einar Eiríksson og Egill Sigurðsson urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla, en þær Hera Björk og Anna Soffía Grönholm í tvíliðaleik kvenna. Í tvenndarleik voru það svo þau Jónas Páll Björnsson og Sofia Sóley sem fögnuðu sigri, svo Sofia vann tvöfalt á mótinu.

Rafn Kumar Bonifacius.
Rafn Kumar Bonifacius. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert