Ólympíumeistari lést langt fyrir aldur fram

Stephen Wooldridge.
Stephen Wooldridge.

Stephen Wooldridge, ástralskur hjólreiðakappi sem meðal annars vann gullverðlaun á Ólympíuleikum, er látinn aðeins 39 ára að aldri.

Wooldridge vann gull á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 og er jafnframt fjórfaldur heimsmeistari í brautarhjólreiðum innanhúss. Þrátt fyrir að hafa látist langt fyrir aldur fram var ekkert gefið nánar upp um tildrög andlátsins né hvar hann lést.

„Stephen var frábær hjólreiðamaður og ólympíumeistari sem verður minnst um ókomna tíð,“ sagði John Coates, forseti áströlsku ólympíunefndarinnar, í yfirlýsingu eftir andlátið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert