Ísland fyrsti fundarstaðurinn

Pernilla Wiberg í Laugardalnum. Með henni á myndinni eru íslensku …
Pernilla Wiberg í Laugardalnum. Með henni á myndinni eru íslensku skíðamennirnir Reynir Brynjólfsson, Brynjar Jökull Gudmundsson, Kristinn Benediktsson og Guðmundur Jóhannsson. mbl.is/Árni Sæberg

Sænska skíðakonan Pernilla Wiberg er stödd á landinu til þess að ræða við íslenska ólympíufara. Wiberg átti stórbrotinn feril í skíðabrekkunum og segist nú reyna að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Til stendur að auka samskipti og samvinnu á milli ólympíufara á Norðurlöndunum.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ólympíufarar frá Norðurlöndunum hittast vegna starfs samtaka ólympíufara. Reykjavík og Ísland verða því alltaf til á blaði sem fyrsti fundarstaðurinn í þessu samstarfi. Jón Hjaltalín (Magnússon, ólympíufari í handbolta, innsk. blm.) hafði samband við mig vegna þess að ég á sæti í stjórn samtaka ólympíufara á heimsvísu. Frumkvæðið var hans og við settum okkur þá í samband við fleiri. Jón vildi að ólympíufarar á Norðurlöndunum ynnu saman að einhverju leyti. Samtökin í Noregi og Finnlandi eru hins vegar ekki orðin mjög skipulögð og fulltrúar þeirra eru því ekki hérna í þetta skiptið,“ sagði Wiberg þegar Morgunblaðið tók hana tali í Laugardalnum.

„Þegar við settum á fót samtök ólympíufara í heimalandi mínu, Svíþjóð, fengum við afar góð viðbrögð. Ólympíufarar á hverjum tíma eru hluti af hópi toppíþróttafólks í heiminum en þegar ferlinum lýkur slitna þau tengsl hjá langflestum og það gerist mjög hratt. Ég held að margir sakni þess að vera í sambandi við aðra sem eiga svipaða reynslu að baki. Það virtist gefa mörgum ólympíuförum í Svíþjóð heilmikið að tilheyra þessum samtökum. Með með samtökum fyrir Norðurlöndin getum við séð hvað hinar þjóðirnar eru að gera í sínum Ólympíusamböndum.“

Nánar er rætt við Wiberg í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert