Fordæma hegðun stuðningsmanna

Stuðningsmenn Leicester hrópuðu níðyrði að stuðningsmönnum Brighton.
Stuðningsmenn Leicester hrópuðu níðyrði að stuðningsmönnum Brighton. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester hefur fordæmt hegðun sumra stuðningsmanna liðsins en þeir hrópuðu níðyrði gegn samkynhneigðum á leik liðsins gegn Brighton um helgina. 

Stuðningsmönnunum var vísað af velli en aðrir stuðningsmenn beggja liða fjölluðu um málið á samfélagsmiðlum að leik loknum. Lögreglan í Leicester sagði að tveir menn hefðu verið handteknir.

„Við viljum skapa andrúmsloft þar sem allir eru velkomnir á King Power-völlinn og geta notið þess að horfa á leiki,“ kom fram í yfirlýsingu frá Leicester vegna málsins í morgun.

„Við erum vonsvikin með það sem gerðist á laugardaginn en erum ánægð með viðbrögð starfsmanna á vellinum sem urðu til þess að fólki var vísað af vellinum og lögreglu greint frá málinu.“

Ónefndur stuðningsmaður Brighton sagði staðarblaðinu í Leicester frá því hvernig málið horfði við honum. „Um það bil 20 til 30 stuðningsmenn Leicester hófu skyndilega að kyrja skelfilega níðsöngva um samkynhneigð og senda okkur ýmis merki. Þetta var eins og eitthvað frá áttunda áratugnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert