Góður árangur Íslendinga á Norðurlandamóti

Frá Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum.
Frá Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Norðurlandameistaramóti unglinga í kraftlyftingum, klassískum kraftlyftingum, bekkpressu og klassískri bekkpressu lauk í gær. Á föstudeginum unnu tveir íslenskir keppendur til verðlauna í klassískum kraftlyftingum.

Í -74 kg flokki drengja vann Svavar Örn Sigurðsson til silfurverðlauna með seríuna 200 – 135 – 230 – 565 á sínu fyrsta alþjóðamoti. Í -105 kg flokki unglinga vann Ingvi Örn Friðriksson til bronsverðlauna með seríuna 257 – 155 – 290 – 702,5 kg en í -120 kg flokki unglinga lenti Þorsteinn Ægir Óttarsson í fjórða sæti með 245 – 170 – 262,5 – 677,5.

Norðurlandamót í bekkpressu og klassískri bekkpressu

Fjórir Íslendingar kepptu í bekkpressu og tveir í klassískri bekkpressu. Þeir kepptu einnig allir í þríþraut.

Kara Gautadóttir vann gullverðlaun í 57 kg fl. ungmenna í bekkpressu með 50 kg lyftu.

Sóley Margrét Jónsdóttir vann gullverðlaun í +84 kg fl. telpna með 115 kg lyftu. Aron Ingi Gautason vann gullverðlaun í 74 kg fl. ungmenna með 100 kg lyftu og Karl Anton Löve vann gullverðlaun í 93 kg fl. ungmenna með 125 kg lyftu.

Í klassískri bekkpressu hafnaði Ingvi Örn Friðriksson í fjórða sæti í 105 kg fl. ungmenna með 120 kg lyftu og Þorsteinn Ægir Óttarsson vann silfurverðlaun í 120 kg fl. ungmenna með 160 kg lyftu.

Fjórir af fimm á pall í kraftlyftingum

Fjórir af þeim fimm Íslendingum sem kepptu í kraftlyftingum (með útbúnaði) tókst að komast á verðlaunapall.

Kara Gautadóttir náði silfri í 57 kg fl. ungmenna með 355 kg í samanlögðum árangri. Hún lyfti 135 kg í hnébeygju, 75 kg í bekkpressu og setti nýtt Íslandsmet ungmenna í réttstöðulyftu með 145 kg.

Þuríður Kvaran Guðmundsdóttir vann til gullverðlauna í 84 kg fl. ungmenna með 382,5 kg í samanlögðum árangri. Hún lyfti 167,5 kg í hnébeygju, 57,5 kg í bekkpressu og 157,5 kg í réttstöðulyftu

Aron Ingi Gautason átti í erfiðleikum í hnébeygjunni og tókst ekki að fá gilda lyftu og datt því úr keppni. Hann hélt þó áfram og lyfti 142,5 kg í bekkpressu og 215 kg í réttstöðulyftu.

Karl Anton Löve náði gulli í 93 kg fl. ungmenna með 767,5 kg í samanlögðum árangri, en það er nýtt Íslandsmet ungmenna. Í hnébeygju tók hann 300 kg, sem er bæting á Íslandsmeti ungmenna. Hann lyfti 195 kg í bekkpressu og 272,5 kg í réttstöðulyftu.

Sóley Margrét Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Norðurlandamet telpna í samanlögðum árangri, hnébeygju og réttstöðulyftu þegar hún vann gullverðlaun í +84 kg fl. telpna. Hún tók 222,5 kg í hnébeygju, sem er bæting á hennar eigin Norðurlandameti og jafnframt Íslandsmet í telpna- og ungmennaflokki. Í bekkpressu lyfti hún 117,5 kg sem er nýtt Íslandsmet telpna og ungmenna. Í réttstöðulyftu setti hún Norðurlandamet telpna með 205,5 kg, en það er einnig Íslandsmet í opnum aldursflokki. Samanlagt tók hún 545,5 kg, en það er bæting á Norðurlandameti telpna og Íslandsmeti í opnum aldursflokki. Sóley var einnig stigahæst í telpnaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert