Pólland í lokakeppni HM - Danir í umspil

Pólland mun leika í lokakeppni HM 2018 í knattspyrnu karla.
Pólland mun leika í lokakeppni HM 2018 í knattspyrnu karla. AFP

Pólland varð rétt í þessu 14. þjóðin til þess að öðlast keppnisrétt í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu árið 2018.

Pólska liðið tryggði sætið sitt með 4:2-sigri gegn Svartfjallalandi í leik liðanna í E-riðli í undankeppni Evrópuþjóða fyrir lokakeppnina. 

Danmörk gerði 1:1-jafntefli gegn Rúmeníu í sama riðli, en Danir hafna í öðru sæti riðilsins og fara í umspil um laust sæti í lokakeppninni.

Þessar þjóðir eru nú komnar á HM 2018:

Evrópa: Rússland (gestgjafi), Belgía, Þýskaland, England, Spánn, Pólland (átta laus)

S-Ameríka: Brasilía (3 laus + umspil milli heimsálfa)

NM-Ameríka: Mexíkó, Kostaríka (1 laust + umspil milli heimsálfa)

Afríka: Nígería (fjögur laus)

Asía: Íran, Japan, Suður-Kórea, Sádi-Arabía (umspil milli heimsálfa)

Eyjaálfa: (umspil milli heimsálfa)

Egyptaland getur tryggt sæti sitt í lokakeppninni með því að hafa betur í leik liðsins gegn Kongó sem fram fer þessa stundina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert