HK og Þróttur með sigra

Jorge Basualdo Castano sækir að vörn KA í leiknum í …
Jorge Basualdo Castano sækir að vörn KA í leiknum í gær. Ljósmynd/BLÍ

HK vann öruggan 3:0-sigur á Aftureldingu í Mizuno-deild karla í blaki í gær. Sigurinn var nokkuð öruggur, 25:22, 25:15 og 25:15. Gary House, leikmaður HK var stigahæstur með 14 stig og Andreas Hilmir Halldórsson bætti við 12 stigum. Alexander Stefánsson skoraði mest í liði Aftureldingar, 10 stig. 

Spennan var öllu meiri í Neskaupstað þar sem Þróttur Nes fékk heimsókn frá KA. Svo fór að Þróttur vann 3:2 sigur, 25:23, 27:25, 24:26, 24:26 og 15:11. Leikurinn tók rúma tvo klukkutíma og var hann æsispennandi frá fyrstu mínútu. 

Miguel Mateo Castrillo átti stórleik hjá Þrótti og skoraði 35 stig. Jorge Emanuel Basualdo kom þar á eftir með 18 stig. Hjá KA var Quentin Moore stigahæstur með 27 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert