Hafnfirðingar í austurvegi

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, segir sínum mönnum til.
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, segir sínum mönnum til. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH, silfurliðið frá síðasta Íslandsmóti karla í handknattleik, á fyrir höndum spennandi verkefni í dag. FH-ingar fóru í austurveg og leika í dag á söguslóðum í St. Pétursborg.

Um er að ræða síðari leik liðsins í 2. umferð EHF-keppninnar gegn rússneska liðinu St. Pétursborg.

FH vann góðan sigur í fyrri leik liðanna í Kaplakrika 32:27. Þekkt er að töluverður sveiflur vilja verða á milli heima- og útileikja í Evrópukeppnunum og spennandi að sjá hvort fimm marka forskot verði nóg fyrir FH. Einar Rafn Eiðsson og Ágúst Birgisson voru markahæstir hjá FH með átta mörk hvor.

Útileikurinn verður erfiðari en við höfum safnað okkur reynslu í Rússlandi,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, m.a. við Morgunblaðið eftir fyrri leik liðanna. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert