Hákon og Samar stóðu sig best

Hákon Jan Norðfjörð og Samar E- Zahida, bæði úr Ármanni …
Hákon Jan Norðfjörð og Samar E- Zahida, bæði úr Ármanni voru valin keppendur mótsins. Ljósmynd/Tryggvi Rúnarsson

Um helgina var Íslandsmótið í tækvondótækni haldið í Laugardalnum. Í tækni þurfa keppendur að sýna fyrirfram ákveðna röð bardagahreyfinga, t.d. högg, spörk, stöður og varnir. Dómarar meta svo tæknina út frá krafti, liðleika, hraða og takti.

Ármann vann liðakeppnina, Keflavík varð í öðru sæti og Afturelding í því þriðja. Hákon Jan Norðfjörð og Samar E-Zahida, bæði úr Ármanni, voru valin keppendur mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert