ÍSÍ styrkir keilusambandið

Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í keilu.
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í keilu.

Keilusamband Íslands, KLÍ, starfrækir öflugt afreksstarf, en sambandið hefur á sínum snærum þrjá afrekshópa. Þetta eru afrekshópur kvenna, karla og ungmenna. Íþróttasamband Íslands, ÍSÍ, hefur ákveðið að veita KLÍ styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksstarfs KLÍ. 

Samningurinn um styrkinn var undirritaður á blaðamannafundi sem haldinn var i höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Styrkurinn hljóðar upp á 1.600.000 krónur og skal hann renna í afreksstarf KLÍ. Fyrr á árinu var afgreidd 1.100.000 króna styrkur frá ÍSÍ til KLÍ. 

Það voru Lárus Blöndal, formaður ÍSÍ, og Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður KLÍ, sem undirrituðu samninginn í hádeginu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert