Skráð á mót í Abú Dabí

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, er á leiðinni til …
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, er á leiðinni til Abú Dabí. mbl.is/Árni Sæberg

Valdís Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari úr Leyni, er skráð til leiks á móti sem fram fer í Abú Dabí og hefst 1. nóvember næstkomandi. Mótið sem um ræðir er Opna Fatima Bint Mubarak-mótið á Saadiyat Beach-vellinum og er mótið hluti af Evrópumótaröðinni.

Eins og algengt er á stærstu mótaröðum heims í golfi lýkur keppnistímabilinu með nokkrum mótum í Asíu. Á Evrópumótaröð kvenna verða mótin í Abú Dabí, Indlandi, Kína, Japan og Dúbaí.

Valdís er í 108. sæti á peningalista mótaraðarinnar og hefur unnið sér inn tæpar fimm þúsund evrur í þeim fimm mótum sem hún hefur tekið þátt í. Valdís fékk keppnisrétt á mótaröðinni vegna frábærrar frammistöðu í úrtökumótunum fyrir ári en mótin sem hún hefur tekið þátt í á árinu eru væntanlega færri en hún vonaðist eftir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert