Tímasprengjan sprakk

Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur glímt við erfið bakmeiðsli undanfarið.
Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur glímt við erfið bakmeiðsli undanfarið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, söðlaði um í ágúst og fluttist til Svíþjóðar þar sem hún gerði atvinnumannssamning við sundfélagið Neptun í Stokkhólmi. Hún kemur hins vegar til landsins í dag og keppir á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Þar munu Íslandsmet Eyglóar hins vegar fá að vera í friði, en hún er enn að glíma við bakmeiðsli sem komu í veg fyrir að hún keppti á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í júlí.

„Þessi bakmeiðsli voru víst miklu alvarlegri en ég hélt,“ segir Eygló, en Morgunblaðið heyrði í henni hljóðið þegar hún var nýkomin úr annarri af tveimur vikulegum heimsóknum sínum til sjúkraþjálfara í Stokkhólmi.

Viðtal Sindra Sverrissonar við Eygló Ósk má lesa í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar fer Eygló Ósk yfir það hvaða áhrif meiðslin hafa haft, tíma sinn í Svíþjóð og framhaldið á ferli hennar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert