Sigursæl á leið á EM

Hrafnhildur Lúthersdóttir alsæl í Laugardalslaug um helgina.
Hrafnhildur Lúthersdóttir alsæl í Laugardalslaug um helgina. mbl.is/Hari

Sundfólkið Hrafnhildur Lúthersdóttir og Aron Örn Stefánsson úr SH unnu til fimm gullverðlauna í einstaklingsgreinum um helgina á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Laugardalslaug.

Hrafnhildur bætti eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi um 5/100 úr sekúndu, en hún kom í bakkann á tímanum 30,42 sekúndum. Þar með náði hún EM-lágmarkinu, en Hrafnhildur bætti einnig Íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi um helgina með sveit SH.

„Ég var búin að komast inn á EM með því að keppa á HM í sumar. Það er náttúrlega gaman að sýna að maður á skilið að fara og mig langaði að ná metinu. Það er alltaf sérstaklega gaman að gera það á Íslandsmótinu; ná Íslandsmetinu með liðinu sínu og fyrir framan alla. Það var ofboðslega gaman. Ég stefndi að því að vinna mínar greinar, hafa gaman og það gekk upp. Ég er rosalega ánægð með þetta enda var þetta gott mót.“

Hrafnhildur vann í 50 metra bringusundi, 100 og 200 metra bringusundi og í 100 og 200 metra fjórsundi. Þar að auki vann hún tvenn gullverðlaun með sveit SH.

„Næst tekur við Norðurlandamótið og svo Evrópumótið svo það eru stór mót fram undan. Maður þarf samt að hvíla sig fyrir svona stór mót en þetta er frábært tækifæri til að gera enn betur,“ sagði Hrafnhildur í samtali við Morgunblaðið.

Nánar er rætt við Hrafnhildi og einnig rætt við Aron Örn og fjallað um Íslandsmeistaramótið í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert