Vésteinn kjörinn þjálfari ársins

Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson.

Vésteinn Hafsteinsson var í gærkvöldi kjörinn frjálsíþróttaþjálfari ársins í Svíþjóð á árinu 2017, en þetta var tilkynnt á uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks, Friidrottsgalan.

Vé­steinn þjálf­ar kringlukast­ar­ann Daniel Ståhl sem hreppti silf­ur­verðlaun­in í grein­inni á heims­meist­ara­mót­inu í frjálsíþrótt­um á þessu ári. 

„Ég er mjög þakklátur og stoltur,“ sagði Vésteinn eftir kjörið, en lengra viðtal við hann á sænsku má finna HÉR.

Vésteinn er einnig tilnefndur í kjöri þjálfara ársins í sænskum íþróttum í heild sinni árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert