Aníta og Sólveig í 6. og 7. sæti

Sólveig Sigurðardóttir tekur á því.
Sólveig Sigurðardóttir tekur á því. Ljósmynd/ÍSÍ

Þær Aníta Líf Aradóttir og Sólveig Sigurðardóttir luku keppni á sínu fyrsta stórmóti í lyftingum í 6. og 7.sæti í B-grúppu í -69 kg flokki af 8 keppendum á heims­meist­ara­mót­inu í ólymp­ísk­um lyft­ing­um sem fram fer í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um.

Aníta opnaði á 78 kg en rétt klikkaði á þeirri lyftu, lyfti henni síðan örugglega í annarri tilraun en klikkaði á 81 kg í þriðju tilraun. Sólveig opnaði á 82 kg sem er jafnt hennar besta á móti og klikkaði síðan tvisvar tæpt á 86 kg.

Aníta opnaði örugglega á 100 kg í jafnhendingu og Sólveig á 103 kg en Sólveig náði því ekki upp. Aníta fór þá í 104 kg sem hún lyfti létt og Sólveig fylgdi á eftir með 104 kg, Sólveig fór síðan í 108 kg sem var bæting um 1 kg á hennar besta árangri á móti og einnig nýtt met í flokki 23 ára og yngri í -69 kg flokki kvenna. Aníta reyndi við nýtt íslandsmet, 111 kg, í lokatilraun en það reyndist of þungt í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert