Fór fram úr væntingum

Þuríður Erla Helgadóttir á HM í ólympískum lyftingum í Kaliforníu
Þuríður Erla Helgadóttir á HM í ólympískum lyftingum í Kaliforníu Ljósmynd/IWF

„Ég er mjög ánægð með árangurinn. Þetta fór alveg fram úr væntingum,“ segir Þuríður Erla Helgadóttir, en hún náði besta árangri sem íslensk lyftingakona hefur náð á heimsmeistaramóti þegar HM í ólympískum lyftingum fór fram í Kaliforníu í síðustu viku.

Þuríður Erla hafnaði í 10. sæti í -58 kg flokki, en hún setti fjögur Íslandsmet á mótinu. Þuríður Erla tvíbætti Íslandsmetið í snörun, lyfti fyrst 83 kg og svo 86 kg, og bætti einnig Íslandsmet sitt í jafnhendingu með því að lyfta 108 kg. Samtals lyfti hún því 194 kg sem er vitaskuld einnig Íslandsmet. Íslendingur hefur ekki náð hærra sæti á HM, en Gústaf Agnarsson varð í 10. sæti í -110 kg flokki á HM árið 1979.

Allar sex lyftur Þuríðar Erlu á mótinu voru gildar. Nú þegar Íslandsmet hennar er komið í 194 kg hefur hún bætt metið í -58 kg flokki um 28 kg frá því í janúar 2015 þegar hún tók það aftur af Önnu Huldu Ólafsdóttur. Fyrir ferðina til Kaliforníu var Íslandsmetið 184 kg en Þuríður Erla naut sín vel á stóra sviðinu, á sínu öðru HM:

„Ég vissi svo sem ekki mikið um hvar ég stæði því maður er ekki mikið að skoða hinar stelpurnar og hvað þær geta. Það er náttúrlega mjög gaman að keppa á heimsmeistaramóti, á risasviði með einhverja svaka ljósasýningu. Það er samt mjög þægilegt líka. Maður sér í raun ekkert til áhorfenda út af öllum ljósunum, þannig að manni líður líka smá eins og maður sé bara einn þarna,“ segir Þuríður Erla, sem einnig hefur keppt á tveimur Evrópumeistaramótum en hún varð í 13. sæti á EM í ár, þá í öðrum þyngdarflokki eða -63 kg flokki. Hún lyfti þeim þyngdum sem hún ætlaði sér í Kaliforníu:

Sjá allt viðtalið við Þuríði Erlu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert