Thelma setti Íslandsmet - 5 verðlaun á HM

Róbert Ísak Jónsson með verðlaunapeningana þrjá sem hann vann á …
Róbert Ísak Jónsson með verðlaunapeningana þrjá sem hann vann á HM. Ljósmynd/Íþróttasamband fatlaðra

Thelma Björg Björnsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem lauk í Mexíkó í nótt.

Róbert Ísak Jónsson, Thelma Björg og Sonja Sigurðardóttir voru öll á ferðinni á lokadegi mótsins og árangur þeirra varð eftirfarandi:

100 m flugsund S14
Róbert Ísak Jónsson, 5. sæti - 1:03,85 mín.
(Suður-Kóreumaðurinn Lee Inkook setti heimsmet í greininni í nótt á 57,78 sek.)


50 m skriðsund S6
Thelma Björg Björnsdóttir, 6. sæti - 39,44 sek.
(nýtt Íslandsmet)


150 M þrísund SM 3-4
Sonja Sigurðardóttir, 7. sæti - 5:39,54 mín.

Uppskera íslensku keppendanna á HM var fimm verðlaun. Róbert Ísak varð heimsmeistari í 200 metra fjórsundi og þá vann hann til tvennra silfurverðlauna. Thelma og Sonja unnu báðar til bronsverðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert