Stóreykur fagmennsku í kringum landsliðin

Björgvin Páll Gústavsson og Arnar Freyr Arnarsson fagna á HM …
Björgvin Páll Gústavsson og Arnar Freyr Arnarsson fagna á HM í Frakklandi í byrjun þessa árs. Þeir eru á leið á EM í Króatíu í janúar. AFP

Handknattleikssamband Íslands hlaut hæsta styrkinn úr Afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í ár líkt og síðustu ár. Styrkveitingar úr sjóðnum námu alls 250 milljónum króna á þessu ári, samanborið við 150 milljónir árið 2016, og hlaut HSÍ samtals 41,5 milljónir.

Afrekssjóður úthlutaði 150 milljónum snemma þessa árs en beið með 100 milljónir til viðbótar sem sjóðurinn hefur svo útdeilt jafnt og þétt í haust frá því að KKÍ var ánafnaður fyrsti viðbótarstyrkurinn á fundi í Helsinki, á EM í september.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og ÍSÍ undirrituðu tímamótasamning sumarið 2016 þar sem ákveðið var að stórauka fjárframlög til afreksíþrótta á Íslandi. Framlög frá ríkinu í Afrekssjóð nema 200 milljónum króna í ár, en sjóðurinn fær einnig 8% af tekjum ÍSÍ frá Íslenskri getspá, til að mynda tæplega 52 milljónir króna árið 2016.

Samningurinn frá sumrinu 2016 felur í sér að ríkið styrki Afrekssjóð um 300 milljónir króna á næsta ári, og um 400 milljónir króna árið 2019.

Sjá umfjöllun um styrkveitingarnar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert