Flott ganga hjá Snorra í Sviss

Snorri Einarsson.
Snorri Einarsson.

Skíðagöngumaðurinn Snorri Einarsson heldur áfram að gera það gott í heimsbikarmótaröðinni í skíðagöngu. Um helgina keppti hann í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð og náði þar 29. sætinu sem gefur honum tvö stig á heimsbikarlistanum, en þrjátíu fyrstu í hverju móti fá stig.

Mótið um helgina var haldið í svissneska bænum Davos. Snorri var númer 83 í rásröðinni enda er það sætið sem hann var í fyrir heimsbikarmótaröðina, en verður ofar þegar listinn verður næst uppfærður. Keppnin um helgina var mjög spennandi og lítið sem skildi keppendur að. Millitími var tekinn átta sinnum í keppninni og var Snorri þá í sætum 12 til 36, en endaði síðan í 29. sæti eins og áður segir. Hann gekk vegalengdina á 35.33,3 mínútum, 1,37 mínútum á eftir sigurvegaranum Manifacat Maurice frá Frakklandi.

Snorri er nú í 57. sæti í heildarstigakeppni heimsbikarsins og í 44. sæti í keppni í lengri vegalengdum. Hann keppti einnig í sprettgöngu með frjálsri aðferð og endaði þar í 94. sæti. Um næstu helgi keppir hann á Ítalíu í síðasta móti fyrir jól, í 15 km frjálsri aðferð á laugardaginn og í 15 km eltigöngu með hefðbundinni aðferð á sunnudaginn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert