Ásgeir Sigurgeirs að gera fína hluti

Ásgeir Sigurgeirsson er að gera fína hluti.
Ásgeir Sigurgeirsson er að gera fína hluti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson er að gera fína hluti í Evrópu um þessar mundir. Hann átti stóran þátt í að tryggja liði sínu, SGI Ludwigsburg sæti í úrslitum þýsku deildarinnar og átti fínt mót í Serbíu skömmu síðar.

Grand Prix Belgrad er síðasta mót ársins í Grand Prix mótaröðinni og fór fram í Belgrad í Serbíu. Á laugardaginn náði hann 584 stigum með 99 hrinum og 27 innri tíum. Hann var annar inn í úrslit og endaði í fjórða sæti. 

Á sunnudeginum hafnaði hann í 9. sæti með 575 stig, en var einu stigi frá því að komast inn í úrslitin. Mótið er gríðarlega sterkt og má bera það saman við Evrópumeistaramót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert