Froome féll á lyfjaprófi

Chris Froome.
Chris Froome. AFP

Breski hjólreiðamaðurinn Chris Froome, sem  sigraði í sumar í Frakk­lands­hjól­reiðunum, Tour de France, í þriðja sinn í röð og í fjórða sinn alls, féll á lyfjaprófi í tengslum við Vuelta e Espana-hjólreiðakeppnina í september. Alþjóðlega hjólreiðasambandið, UCI, greindi frá þessu í yfirlýsingu í morgun.

Froome var með tvöfalt meira magn en heimilt er af asmalyfinu Salbutamol í líkamanum, samkvæmt lyfjaprófinu. UCI hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá Froome varðandi málið en honum hefur ekki verið vísað úr sambandinu.

Hjólreiðalið Froomes, Team Sky, segir að Froome hafi glímt við asma allt frá barnæsku.

Síðustu vikuna sem Vuelta-keppnin stóð yfir fékk Froome mjög slæmt asmakast og notaði, að ráði læknis liðsins, stærri skammt af Salbutamol (samt innan þeirra marka sem sett eru) áður en hann fór í lyfjapróf 7. september, segir meðal annars í yfirlýsingu frá liðinu.

Tilkynning UCI

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert