Hrafnhildur fimmta í Kaupmannahöfn

Hrafnhildur var ánægð eftir sundið.
Hrafnhildur var ánægð eftir sundið. Ljósmynd/SSÍ

Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í fimmta sæti í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Kaupmannahöfn í dag. Hún synti á 30,03 sekúndum í úrslitasundinu, sem er nákvæmlega sami tími og Íslandsmetið sem hún setti í undanúrslitum rúmum klukkutíma á undan.

Glæsilegum fyrsta degi mótsins er því lokið hjá Hrafnhildi þar sem hún bætti Íslandsmet sitt í tvígang, alls um 0,4 sekúndur. Hrafnhildur var með sjötta besta tímann í undanúrslitunum og færði sig því upp um eitt sæti í úrslitunum. 

Ruta Meilutyte frá Litháen vann sundið á 29,36 sekúndum, hin finnska Jenna Laukkanen varð önnur á 29,54 sekúndum og Sophie Hansson frá Svíþjóð hafnaði í þriðja sæti á 29,77 sekúndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert