Hrafnhildur í úrslit á öðru Íslandsmeti

Hrafnhildur var himinlifandi eftir sundið sitt í undanúrslitum.
Hrafnhildur var himinlifandi eftir sundið sitt í undanúrslitum. Ljósmynd/SSÍ

Hrafnhildur Lúthersdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet sitt í 50 metra bringusundi í annað skiptið í dag er hún synti á 30,03 sekúndum í undanúrslitum á Evrópumótinu í 25 metra laug í Kaupmannahöfn. Hún hafnaði í 3. sæti síns riðils og fer í úrslit á sjötta besta tíma undanúrslitanna. 

Hrafnhildur synti á 30,20 sekúndum í undanrásunum í morgun og bætti Íslandsmetið sitt um 20 hundraðshluta, hún hefur því alls bætt Íslandsmetið sitt um 0,4 sekúndur í dag. Úrslitasundið fer fram kl. 17:13 í dag. 

Ruta Meilutyte frá Litháen var með besta tímann í undanúrslitunum, 29,72 sekúndur og hin sænska Sophie Hanson synti á 29,85 sekúndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert