Þriðji besti tími Íslendings

Hlynur Andrésson
Hlynur Andrésson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson úr ÍR hljóp 5000 metra á mjög góðum tíma á móti í Indiana í Bandaríkjunum um helgina. Náði raunar þriðja besta tíma sem Íslendingur hefur náð í greininni innanhúss.

Hlynur hljóp á 14:11,10 mínútum sem er hans besti tími í greininni innanhúss. Sjálfur á hann Íslandsmetið í greininni utanhúss frá því í apríl þegar hann hljóp á 14:00,83 mínútum.

Hlynur hafnaði í 7. sæti á mótinu en hann keppir fyrir Eastern Michigan skólann. Um var að ræða nokkuð sterkt háskólamót. Um er að ræða síðasta veturinn hjá Hlyni í háskólaíþróttunum bandarísku NCAA. 

Íslandsmetið innnanhúss í 5000 metrunum hefur staðið síðan 2010 en það setti Kári Steinn Karlsson þegar hann hljóp á 14:03,06 mínútum í Seattle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert