„Hvað þarf ég eiginlega að gera“

Helgi Sveinsson hefur náð langt á stóru mótunum.
Helgi Sveinsson hefur náð langt á stóru mótunum. Ljósmynd/ÍF

„Mér finnst að íþróttir fatlaðra séu ekki metnar að verðleikum. Ég er ekkert að æfa neitt minna en ófatlaðir sem komast á listann fyrir minni árangur en ég tel mig hafa náð,“ segir spjótkastarinn Helgi Sveinsson, heimsmethafi í fötlunarflokki F42, spurður út í árlegt kjör Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins.

Helgi var ekki á tíu manna lista yfir fremstu íþróttamenn síðasta árs, þrátt fyrir að verða þá Evrópumeistari. Hann lenti í 10. sæti 2015 og í 8. sæti árið 2013, árið sem hann vann heimsmeistaratitil. Nú þegar frábæru ári er að ljúka hjá Helga, þar sem hann stórbætti eigið heimsmet og vann til silfurverðlauna á HM, kveðst hann bíða spenntur eftir niðurstöðu íþróttafréttamanna í þetta sinn:

„Á síðasta ári held ég að ég hafi fengið samtals 1 stig í kosningunni, og það fór svolítið í taugarnar á mér. Þegar þessi listi kemur er ég alltaf jafnforvitinn að vita hvort ég hafi fengið viðurkenningu fyrir það sem ég er að gera. Ég hef komist þarna inn áður, og það er sérstök tilfinning að finna að maður sé metinn að verðleikum fyrir það sem maður er að gera – að það sjáist að það sé tekið eftir manni,“ segir Helgi.

Sjá samtal við Helga Sveinsson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert