Ólafía 43 stigum á undan Aroni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk 43 stigum meira en knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson í kjörinu á íþróttamanni ársins 2017 hjá Samtökum íþróttafréttamanna en úrslitin þar voru kunngerð í Hörpu í kvöld eins og áður hefur komið fram.

Ólafía fékk 422 stig af 540 mögulegum í kjörinu en 27 íþróttafréttamenn greiddu atkvæði þar sem efsta sætið gaf 20 stig, annað sæti 15 og þriðja sætið 10 stig en sæti fjögur til tíu gáfu frá sjö og niður í eitt stig.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson varð þriðji, 35 stigum á eftir Aroni, en Gylfi var íþróttamaður ársins 2016, sem og 2013.

Í kjörinu á þjálfara ársins fékk Heimir Hallgrímsson fullt hús stiga, 135 af 135 mögulegum, og sama er að segja um karlalandsliðið í knattspyrnu sem var kjörið lið ársins með fullu húsi stiga.

Heildarstigalistann má sjá hér fyrir neðan.

Íþróttamaður ársins

1 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf  422 stig
2 Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna 379
3 Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 344
4 Aníta Hinriksdóttir, frjálsar 172
5 Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 125
6 Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur 94
7 Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna 88
8 Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 76
9 Valdís Þóra Jónsdóttir, golf  72
10 Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra 47
11 Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsar 41
12 Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar 37
13 Alfreð Finnbogason, knattspyrna 18
14 Birgir Leifur Hafþórsson, golf 17
15 Martin Hermannsson, körfuknattleikur 16
16 Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 15
17 Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingar 4
18 Snorri Einarsson, skíðaganga 2
19-20 Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna 1
19-20 Hannes Þór Halldórsson, knattspyrna 1

Lið ársins

1 A-landslið karla, knattspyrna 135 stig
2 Þór/KA, konur, knattspyrna 27
3 Valur, karlar, handknattleikur 22
4 Stjarnan, konur, hópfimleikar 18
5 A-landslið kvenna, knattspyrna 14
6 Keflavík, konur, körfuknattleikur 13
7 Valur, karlar, knattspyrna 8
8 KR, karlar, körfuknattleikur 6

Þjálfari ársins

1 Heimir Hallgrímsson, knattspyrna 135
2 Þórir Hergeirsson, handknattleikur 63
3 Elísabet Gunnarsdóttir, knattspyrna 12
4 Vésteinn Hafsteinsson, frjálsíþróttir 9
5 Freyr Alexandersson, knattspyrna 5
6-7 Finnur Freyr Stefánsson, körfuknattleikur 4
6-7 Halldór Jón Sigurðsson, knattspyrna 4
8 Dagur Sigurðsson, handknattleikur 3
9-11 Ólafur Jóhannesson, knattspyrna 2
9-11 Óskar Bjarni Óskarsson, handknattleikur 2
9-11 Sverrir Þór Sverrisson, körfuknattleikur 2
12-13 Guðmundur Þ. Guðmundsson, handknattleikur 1
12-13 Kristján Andrésson, handknattleikur 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert