Snorri í 56. sæti í Pyeongchang

Snorri Einarsson.
Snorri Einarsson. mbl.is

Snorri Ein­ars­son hafnaði í 56. sæti í 30 km skiptigöngu karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu í morgun.

Snorri kom í mark á 1:23:33.9 klst. og varð 7,13 mínútum á eftir Norðmanninum Simen Hegstad Krueger sem varð ólympíumeistari á tímanum 1:16,20 klst. en Norðmenn röðuðu sér í þrjú efstu sætin í göngunni.

Í öðru sæti varð Martin Johnrud Sundby á tímanum 1:16,28 klst. og bronsverðlaunum féllu Hans Crister Holund sem kom í mark á tímanum 1:16,29,9 klst.

Í skiptigöngu eru fyrstu 15 km göngunnar með hefðbundinni aðferð áður en skipt er svo um búnað og 15 km með frjálsri aðferð gengnir í beinu framhaldi.

Snorri varð fyrstur Íslendinganna til að hefja keppni á Vetrarólympíuleikunum en á morgun keppir Frey­dís Halla Ein­ars­dótt­ir í stórsvigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert