Ólympíuþorpið orðið að draugabæ

Ísinn er bráðnaður í skautahöllinni og stendur hún auð.
Ísinn er bráðnaður í skautahöllinni og stendur hún auð. AFP

Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu á síðasta ári. Nú aðeins ári síðar er Ólympíuþorpið orðið að draugabæ. Ísinn á skautasvellinu er bráðnaður og snjórinn farinn úr skíðabrekkunum. 

Sex nýjar hallir voru byggðar fyrir Ólympíuleikana og sex til viðbótar voru teknar í gegn og uppgerðar. Það eitt kostaði um sjö milljarða Bandaríkjadollara. Suður-Kórea eyddi svo 80 milljónum dollara til viðbótar, t.d í vegagerðir nálægt Ólympíuþorpinu. 

Einn og einn eldri borgari labbar fram hjá þorpinu, en það er allt og sumt samkvæmt AFP. Ekki er hægt að komast að skíðabrekkunni, þar sem keilur eru fyrir veginum. Pyeongchang er ein fámennasta og fátækasta borg Suður-Kóreu og var búist við að leikarnir myndu blása lífi í viðskiptalíf hennar, en það hefur engan vegið gengið upp.

Suður-Kóreumenn höfðu engan áhuga á að heimsækja þorpið eftir leikana, þar sem vetraríþróttir eru ekki vinsælar í landinu og fáir stunda þær. Búist var við miklu magni ferðamanna á svæðinu eftir leikana, en svo er ekki.

„Ég bjóst við að margir myndu heimsækja þorpið eftir leikana, en það hefur ekki verið. Nánast enginn kemur hingað, hvorki heimamenn né ferðamenn," sagði Kim Chang-young, viðskiptamaður á svæðinu við AFP.

Aðgengi að sleðabrekkunni er lokað, þar sem Kóreumenn vilja ekki eyða 1,1 milljónum dollara í viðhald á ári. Er þetta eina sleðabrekka landsins og þurfa heimamenn að fara til Kanada til að stunda íþróttina. Sömu sögu er að segja um önnur mannvirki sem byggð voru fyrir Ólympíuleikana. 

Enginn snjór er í skíðabrekkunni.
Enginn snjór er í skíðabrekkunni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert