„Sigtryggur vann“

Sigtryggur Arnar Björnsson varð Íslandsmeistari með Tindastól á dögunum.
Sigtryggur Arnar Björnsson varð Íslandsmeistari með Tindastól á dögunum. mbl.is/Óttar Geirsson

​Ég heiti Einar. Pabbi minn heitir Sigtryggur og ég er frá Akureyri.

Um það leyti sem ég var að slíta barnsskónum fyrir rúmum 50 árum var glímukappinn Sigtryggur Sigurðsson einn þekktasti íþróttamaður þjóðarinnar. Hann var mjög sigursæll og þegar hann hafði lagt andstæðing sinn þá mælti dómarinn orð sem hafa lifað í málinu síðan: „Sigtryggur vann.“

Nafnið Sigtryggur er nánast að hverfa úr nafnaflórunni en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru aðeins 127 menn sem bara nafnið í dag.

Þegar ég bjó í Reykjavík gerðist það margoft að menn spurðu mig hvort ég væri ekki örugglega bróðir Rúnars Sigtryggssonar.

Það gat varla annað verið fyrst við vorum báðir frá Akureyri. Rúnar var á þeim tíma að brillera með handboltaliði Hauka og koma sér í landsliðið. Við Rúnar erum ekki bræður.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert